Átta ára varð fyrir kynþáttafordómum á Akureyri

akureyri
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að
átta ára stúlka búsett á Akureyri hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu jafnaldra síns á skólalóð.  Atvikið átti sér fyrr í haust.

Tildrög málsins voru þau að stúlkunni var tjáð af jafnaldra  að brúnir léku sér við brúna og hvítir við hvíta. Katrín Mörk Melsen, móðir stúlkunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að ummæli sem þessi komi ekki að sjálfu sér. Líkast til heyri barnið þessi ummæli útundan sér og apar þau upp.

„Börnin auðvitað læra það sem fyrir þeim er haft og því hefur þessi talsmáti komið frá einhverjum. Einhvers staðar hefur barnið heyrt þetta og notað á dóttur mína. Börn á þessum aldrei vita í sjálfu sér ekkert hvað þau eru að segja með þessu,“ segir Katrín í viðtali í Fréttablaðinu í morgun.

Ljóst er að atvik sem þessi þarf að líta alvarlegum augum.

Sambíó

UMMÆLI