Aukin bílaumferð og hraði í OddeyragötuMynd: akureyri.is

Aukin bílaumferð og hraði í Oddeyragötu

Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur að undanförnu fengið ábendingar aukna bílaumferð og hraði í Oddeyrargötu. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Margt bendir til þess að umferðarhraði í Oddeyrargötu sé of mikill og kalli á viðbrögð, en löglegur hámarkshraði þar er 30km/klst. Hraðamælingar voru í gangi síðastliðna viku og verða niðurstöður bornar saman við fyrri mælingar.

Nú hefur færanleg hraðahindrun verið sett í götuna og er önnur á leiðinni. Upplýsingaskilti um hámarkshraða hefur verið bætt við og verður hámarkshraðinn málaður í götuna á næstunni. Einnig á að skerpa á máluðum bílastæðalínum.

Hjálpumst öll að við að tryggja umferðaröryggi í bænum okkar og virðum hámarkshraða. Veitum umhverfi okkar og aðstæðum athygli og tryggjum rétt og öryggi allra vegfarenda, segir á vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó