Aurskriða lokaði vegi á AkureyriIðnaðarsafnið á Akureyri er óskemmt eftir aurskriðuna.

Aurskriða lokaði vegi á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu snemma morguns þar sem þeir greindu frá að lítil aurskriða féll yfir hitaveituveginn og hitaveitulögnina sem liggur til suðurs frá Miðhúsabraut, ofan við Gróðrastöðina og Háteig. Veginum var lokað meðan hann var ruddur og kannað hvort skemmdir hafi orðið.

,,Starfsmenn Norðurorku komu á svæðið og gerðu viðeigandi ráðstafanir. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni þarna að nauðsynjalausu.
Niðurföll vestan við Mótorhjólasafnið og við Iðnaðarsafnið, stífluðust í gærkvöldi við aurinn sem kom niður lækjarfarveginn og myndaðist allnokkur tjörn, sérstaklega við Iðnaðarsafnið. Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar losuðu stífluna í niðurföllunum og er ástand á svæðinu orðið gott. Reiknað er með að það dragi úr rigningunni í dag,“ segir í tilkynningunni.

UMMÆLI