Prenthaus

Bæjarins Beztu opnar á RáðhústorgiMynd: DV.is/Hanna

Bæjarins Beztu opnar á Ráðhústorgi

Bæjarins Beztu pylsuvagninn kemur til með að opna í byrjun júní á Ráðhústorginu á Akureyri, að fyrirmynd vagnsins fræga í Tryggvagötunni í Reykjavík. Bæjarins Beztu er fyrir löngu orðið rótgróið fyrirtæki í íslenskri matarmenningu enda opnaði fyrsti staður fyrirtækisins árið 1937.

Staðurinn á Akureyri opnar í samstarfi við Barða Þór Jónsson, Akureyring, og segir Barði að Akureyri sé einmitt bæjarins bezti staður Íslands. Hann segir að kapp verði lagt á að hafa pylsuna og upplifunina þá sömu og hefur verið í Reykjavík öll þessi ár.

„Okkur hlakkar til að bjóða Akureyringum og nærsveitungum upp á pylsur í höfuðstað Norðurlands. Stefnt er að opnun í næsta mánuði og vonumst eftir því að geta þjónustað Norðlendinga um ókomin ár,“ segir Barði Þór.

Sambíó

UMMÆLI