NTC netdagar

Bæjarráð hafnar ásökunum um spillingu

Bæjarráð hafnar ásökunum um spillingu

Bæjarráð Akureyrarbæjar hafnar aðdróttunum þess efnis að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við sölu á eignarhlut bæjarins í Tækifæri hf. Bæjarráð samþykkti bókun, á fundi sínum í dag, 13. október 2016, vegna umræðu um söluna á hlut bæjarins.

Eins og Kaffið greindi frá á dögunum ákvað bæjarráð á fundi sínum þann 21. janúar 2016 að ganga að kauptilboði KEA í eignarhlut bæjarins í Tækifæri hf. Tilboðið var upp á 116 milljónir króna en eignarhlutur bæjarins í fyrirtækinu var bókaður á 86,9 m.kr. í ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014. Lengi hefur verið vilji til að skoða sölu á hlut bæjarins í félaginu með það að markmiði að nýta betur þá fjármuni, sem bundnir hafa verið í félaginu, í aðrar fjárfestingar. Í því sambandi hefur m.a. verið horft til frumkvöðlaseturs í eigu bæjarins.

Í bókuninni segir að bæjarráð viðurkenni að það hafi verið mistök að fara ekki með hlutabréfin í Tækifæri hf. í opið söluferli. KEA hefði alltaf á grundvelli forkaupsréttar getað gengið inn í hæsta tilboð eða gert opinbert tilboð í bréfin. Hvort opið söluferli hefði leitt til þess að hærra verð hefði fengist fyrir bréfin er óvíst, en ferlið hefði þá verið gagnsætt alla leið sem er mikilvægt.

Fundargerð bæjarráðs 13. október 2016.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó