Sjúkar bananasplitt bollakökur

img_5447

Bananasplitt bollakökur uppskrift:
300 gr sykur
150 gr smjör
3 egg
300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1/2 dl mjólk
1-2 bananar
200 gr bananapipp

Vanillusmjörkrem
300 gr mjúkt smjör
3 tsk vanillusykur
1 pakki flórsykur
smá vatn (eftir þörfum)

Karamellusmjörkrem
Alveg eins og vanillusmjörkremið nema ég bæti við 1/2 – 1 dl af karamellu íssósu úr Bónus
(ég nota oftar karamellusmjörkremið á kökurnar)

Súkkulaði
1/2 dl rjómi
200 gr suðusúkkulaði
smá klípa af smjöri
2-3 msk síróp

Skraut
Sykurskraut
Kokteilber

Bollakökur aðferð:
1. Hitið ofninn í 170°C
2. Þeytið sykur og smjör vel saman
3. Bætið einu eggi í einu við og hrærið á milli
4. Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið
5. Bætið við vanillu, mjólk og stöppuðum banönum. Það má setja meiri mjólk ef að ykkur finnst deigið vera of þykkt
6. Saxið niður bananapipp og blandið saman við deigið
7. Setjið í muffinsform og bakað í ca 15-20 mín

Vanillu-/Karamellusmjörkrem aðferð:
1. Þeytið smjörið vel
2. Bætið flórsykrinum smátt og smátt samanvið
3. Bætið við vanillusykri og hrærið vel
4. Bætið við vatni eftir þörfum
5. Bætið við karamelluíssósu ef kremið á að vera karamellukrem

Súkkulaði aðferð:
1. Hitið rjómann í potti eða örbyglju
2. Saxið niður súkkulaðið og setjið útí rjómann og hrærið þangað til að það hefur alveg bráðnað
3. Bætið við smjöri og sírópi

Þegar að bollakökurnar hafa kólnað þá er kreminu sprautað á kökurnar og gljáanum hellt yfir með lítilli teskeið (ath. súkkulaðigljáinn þarf að hafa kólnað aðeins). Síðan er sykurskrauti stráð yfir og kokteilber sett ofan á.
Eins og sést á myndunum þá er líka hægt að setja smá krem á bollakökurnar, dýfa þeim í súkkulaðið og leyfa því að harðna aðeins. Þar á eftir er kreminu sprautað á, sykurskrauti stráð yfir og kokteilber sett ofan á.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó