Banaslys í Öxnadal

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra varð banaslys í Öxnadalnum í dag. Eins og Kaffið greindi frá fyrr í dag var þjóðvegi 1 lokað vegna slyssins og þrír voru fluttir á slysadeild FSA. Tvær bifreiðar úr gagnstæðri átt lentu saman og höfnuðu út fyrir veg í kjölfarið. Það þurfti að beita klippum til að ná ökumanni og farþega úr annarri bifreiðinni en aðrir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Lögreglan þakkar kærlega vegfarendum sem voru fyrstir á slysstað og byrjuðu að hjálpa og einnig þeim sem aðstoðuðu á vettvangi.

Hér að neðan má sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó