beint flug til Færeyja

Beint flug frá Akureyri til Englands á stórleiki í enska boltanum

Flogið verður beint frá Akureyri til Liverpool.

Heimsferðir eru nú að bjóða upp á beint flug frá Akureyri til Liverpool í desember til þess að fylgjast með stórleikjum Manchester og Liverpool. Um er að ræða 2ja nátta helgarferðir á annars vegar Manchester United – Manchester City á Old Trafford og hins vegar Liverpool – Everton á Anfield.

Flogið er til Liverpool að morgni föstudagsins 8. desember og heim sunnudagskvöldið 10. desember. Ekið er frá John Lennon flugvellinum til Liverpool og Manchester, en um 45 mínútna akstur er til Manchester. Fyrir fótboltaáhugamenn eru leikir á laugardeginum 9. desember á heimavöllum Liverpool og Manchester United. Liverpool tekur á móti Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton á Anfield en á Old Trafford tekur Manchester United á móti Manchester City. Það er því sannkölluð boltaveisla þessa helgina enda borgarslagir alltaf með stærstu leikjum tímabilsins.

Flugið til Liverpool er fimmta beina flug Heimsferða frá Akureyri í vetur en Heimsferðir bjóða einnig upp á bein flug til Kanaríeyjanna í haust og vetur.
Heimsferðir bjóða uppá tvær sólarferðir til Tenerife, dagana 21. og 30. október. Viðtökur hafa verið mjög góðar og er nú þegar uppselt í báðar þessar Tenerife ferðir. Verið er að setja upp aukaflug Tenerife þann 21. október en í þeirri ferð er flogið til Keflavíkur á bakaleiðinni.
Þá er einnig flogið beint frá Akureyri til Gran Canaria 30. september en uppselt er einnig í þá ferð.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ferðirnar inn á www.heimsferdir.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó