Benedikt Barðason skólameistari VMA í veturAnna María Jónsdóttir og Benedikt Barðason. Mynd: vma.is

Benedikt Barðason skólameistari VMA í vetur

Benedikt Barðason er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri skólaárið 2019-2020 í námsleyfi Sigríðar Huldar Jónsdóttur og Anna María Jónsdóttir aðstoðarskólameistari. Þetta kemur fram í frétt á vef VMA.

Benedikt hefur verið aðstoðarskólameistari VMA og Anna María hefur verið annar tveggja áfangastjóra skólans. Hún þekkir raunar vel til verkefna aðstoðarskólameistara því skólaárið 2017-2018 gegndi hún því starfi í námsleyfi Benedikts Barðasonar.

Fullbókað á allar verknámsbrautir og biðlistar eftir plássum

Áfangastjórar skólaárið 2019-2020 eru Sigurður Hlynur Sigurðsson og Helga Jónasdóttir. Benedikt segir að eins og venja sé til hafi verið í mörg horn að líta við undirbúning skólaársins en núna séu nemendur komnir í skólann, kennsla hafin og skólalífið að færast í fastar skorður. Hann segir afar ánægjulegt hversu margir nýnemar hefji nám í VMA í haust. Prýðileg aðsókn sé að mörgum brautum skólans, þannig sé fullbókað á allar verknámsbrautir og biðlistar. Hann nefnir sem dæmi að í byggingadeildinni séu nú þrír hópar í grunndeildinni auk nemendahópa í bæði múrsmíði og pípulögnum. Afar ánægjulegt sé að geta auk húsamíðinnar bæði boðið upp á nám í múrsmíði og pípulögnum. Einnig sé mikil aðsókn í grunndeild matvælabrautar og þar verði einnig í boði 2. bekkur í matreiðslu og nám í matartækni. Þá nefnir hann að á haustönn verði í boði nám í rafvirkjun fyrir útskrifaða vélstjóra.

Af stúdentsbrautunum nefnir Benedikt að mest aðsókn sé á íþrótta- og lýðheilsubraut og félags- og hugvísindabraut, einnig sé góð aðsókn á myndlistarlínu listnáms- og hönnunarbrautar. Þá nefnir Benedikt að brautabrú sé óvenjulega fjölmenn við upphaf þessa skólaárs.

Fréttin er tekin af Verkmenntaskólans.


UMMÆLI

Sambíó