Betri heilsa með Vítamínfrænkunni

Kristjana Sveinsdóttir skrifar:

Hverjar eru þessar Vítamínfrænkur? Þessa spurningu fáum við stöllurnar alloft nú um mundir en illmögulegt er að svara því í nokkrum setningum þótt ég muni leitast við að gera það hér í þessum pistli.

Við sem stöndum að Vítamínfrænkunni erum með allskonar bakgrunn. Erum t.d. mæður, kennarar, markaðsstjórar, íþróttaálfar, pistlahöfundar, jógar, nemar í hugleiðslu og sálfræði, ferðamálafrömuðir, makar, söngvarar, 12 spora konur, einhleypar eða í samböndum, með mismunandi lífs- og trúarskoðanir, í ýmsum verkefnum með afar fjölbreytileg áhugasvið. Skoðanir okkar, gildi og viðhorf til lífsins eru svipaðar í grunninn þótt við séum allar ólíkar og við leyfum okkur alveg að vera ósammála þegar svo ber undir. Allar búum við yfir góðu hjartalagi og viljum einlæglega láta gott af okkur leiða. Fyrir okkur er umburðarlyndi og skilningur á fjölbreytileika mannlegs eðlis, misjöfnum skoðunum og ólíkum viðhorfum mjög mikilvægt og við viljum sýna það í orðum og gjörðum í okkar samstarfi.

Okkar hugsjón er sá hlekkur sem tengir okkur saman en hún er sú að starfa í kærleika með heilindum, virðingu fyrir hvort öðru, umburðarlyndi, gleði og jákvæðni alla daga. Þessi hugsjón er það sem við viljum standa fyrir og styður okkur í því að veita viðskiptavinum okkar alhliða, heildræna heilsuráðgjöf sem nýtist fólki í daglegu lífi við að byggja upp heilbrigðari lífsstíl. Það sem við þráum mest er að líða sem best í eigin skinni sem lengst og hjálpa sem flestum að öðlast hið sama. Við bjóðum ekki upp á skyndilausnir heldur viljum hjálpa fólki að byggja upp langtímamarkmið í rétta átt að betra heilsufari. Við ráðleggjum fólki út frá eigin reynslu sem er mjög fjölbreytileg en við höfum allar unnið að bættri heilsu með ólíkum hætti í fjölda ára. Við gefum áfram það sem er gott og getur nýst fólki en vísum fólki áfram til lækna og sálfræðinga sé þess þörf.

Hundruðir þátttakenda um allt land

Vítamínfrænkan hefur starfað og skrifað pistla inni á Fésbókarsíðunni „Betri heilsa með Vítamínfrænkunni“ í tvö ár og þar hefur hún opinskátt sagt frá sinni reynslu af þeim sólskinsblöndum og afeitrunarnámskeiðum sem hafa hjálpað henni sjálfri sem og hundruðum þátttakanda út um allt land við að endurheimta heilsuna, viðhalda og komast í rétta kjörþyngd en þó fyrst og fremst við að öðlast betri almenna líðan. Allar frænkurnar eru með eigin grúppur á fésbókinni og starfa samhliða aðalstörfunum sínum við að sinna viðskiptavinum sínum sem fjölgar stöðugt.

Vörurnar sem við frænkurnar erum dreifingaraðilar að eru þýskar micronæringarblöndur. Þær eru 100% hreinar og innihalda sérvalið grænmeti, ávexti, plöntur og jurtir ásamt hreinum hágæða vítamínum sem efla lífsþrótt og heilsu. Þessar sólskinsblöndur, eins og við köllum þær, koma frá þýsku fyrirtæki sem er leiðandi í fæðubótaefnum í heiminum í dag en það er margverðlaunað og hefur starfað í 25 ár í eigu sömu eigenda í yfir 30 löndum. H-vítamínið skiptir ekki síst máli hjá frænkunum en það er hrós- og hamingjuvítamínið sem við gefum hvort öðru daglega með klappi á bakið, kærleika og hvetjandi orðum.

Í sumar fórum við frænkurnar í mikla kynningarherferð á ókeypis Detoxnámskeiðum í lokuðum grúppum inni á fésbókinni en þau slógu algjörlega í gegn og nú hafa u.þ.b. 300 manns lokið slíkum afeitrunarnámskeiðum hjá okkur með hreint út sagt mögnuðum árangri.

Að koma líkamanum í eðlilegt horf

Við erum það sem við borðum, sem er einmitt ástæðan fyrir því að lífsstílssjúkdómum hafa farið ört vaxandi undanfarna áratugi. Á Detoxnámskeiðunum hjá Vítamínfrænkunum er aðalmarkmiðið að hreinsa líkamann, lifur og ristil og koma gildi blóðþrýstings, fitumagns í blóði, blóðsykurs og kólesteróls í líkamanum í eðlilegt horf. Þetta er ekki sveltikúr því fólk borðar 4 sinnum á dag, hollan og góðan mat. Eftir námskeiðin upplifa langflestir dýpri svefn og meiri orku. Við bjóðum upp á námskeið fyrir alla, hvort sem fólk er í, undir eða yfir kjörþyngd.

Um helgina munum við kynna og opna fyrir ný og enn betri Detox námskeið og viljum hvetja alla til þess að kynna sér þessa heilsusamlegu leið til að núllstilla líkamann inni á vitaminfraenkan.is.

Frænkurnar eru fullar eftirvæntingar fyrir hvern og einn sem bætist í hópinn!
Kærleikskveðja fyrir hönd frænknanna,

Kristjana Björg Sveinsdóttir

VG

UMMÆLI

Sambíó