Betur fór en á horfðist þegar rútur fóru útaf við Varmahlíð og BlönduósMynd: blonduos.is

Betur fór en á horfðist þegar rútur fóru útaf við Varmahlíð og Blönduós

Rúta valt skammt fá bænum Öxl sunnan við Blönduós og hafnaði á hvolfi nú síðdegis í dag. 49 háskólanema auk bílstjóra voru í rútunni sem var á leið til Akureyrar, nemarnir voru á leið í skíðaferð.
Þrír voru fluttir með þyrlu landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi en hinir farþegarnir sluppu með vægari áverka eins og beinbrot og skrámur. Hlúð var að þeim minna slösuðu á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands á Blönduósi og fá þeir gistingu á Blönduósi í nótt.

Annað slys varð nærri Silfrastöðum skammt frá Varmahlíð um fjögurleytið í dag þegar rúta með 21 barni fór út af veginum í hálku. Engin slys urðu á börnunum en þau eru á aldrinum 14 – 16 ára og voru á leið til Akureyrar.

UMMÆLI