Bieber baðar sig á DeplumLjósmynd: Rory Kramer

Bieber baðar sig á Deplum

Poppsöngvarinn Justin Bieber er um þessar mundir staddur á lúxushótelinu á Deplum í Fljótum. Justin setti tvær færslur á Instagram síðu sína í gærkvöldi þar sem hann sýnir frá dvöl sinni hér á landi. Samkvæmt heimildum er einkaþotan sem Bieber kom á stödd á Akureyrarflugvelli eins og er.

Enginn texti fylgir færslunum en af myndunum að dæma lítur út fyrir að um vinnuferð sé að ræða, að minnsta kosti á hluta til. Á nokkrum myndunum sést Justin spila á hljóðfæri og svo virðist sem einhvers konar upptökurými hafi verið komið fyrir á staðnum.

Bieber er þó greinilega líka að njóta sín í Fljótunum, en í færslunni sést hann spila borðtennis og baða sig í heitum pottum. Þar að auki lét hann tvær náttúrumyndir fylgja færslunni, einni af Stífluvatni í ljósaskiptum og annarri af skógarþresti á flugi. Ljósmyndirnar tileinkar hann ljósmyndaranum Rory Kramer, sem er með Justin á ferðalaginu.

Justin enn að njóta sín

Á meðan þessi frétt var í vinnslu, sein á þriðja tímanum í dag, setti Bieber enn eina færslu á Instagram sitt, þar sem hann sýnir enn frekar frá dvöl sinni.

COMMENTS