NTC netdagar

Birkir Bekkur gefur út rapplag

Birkir Bekkur

Birkir Bekkur

Sigurbjörn Birkir Björnsson eða Birkir Bekkur eins og hann kallar sig ætti að vera orðinn landsmönnum vel kunnugur. Birkir er mjög vinsæll á Snapchat þar sem hann leyfir fólki að skyggnast inn í afar skemmtilegt líf sitt.

Hingað til hefur hann lítið látið fyrir sér fara í tónlistarheiminum en nú hefur orðið breyting þar á því að í gærkvöldi sendi kappinn frá sér lag á Facebook. Lagið fjallar að mestu um líf Birkis og þá staðreynd að hann er hrikalegur.
Frumraun Birkis í rappinu má sjá hér að neðan, gjörið svo vel!

UMMÆLI