Birkir Bjarnason til Al-Arabi

Birkir Bjarnason til Al-Arabi

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið við Al-Arabi í Katar. Hjá Al-Arabi hittir Birkir fyrir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða, og Heimir Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Birkir lék síðast með Aston Villa í ensku fyrstu deildinni síðasta vetur en hefur síðan verið án félags. Birkir mun samt sem áður líklega ekki stoppa lengið við hjá liðinu en hann gerði einungis þriggja mánaða samning, en honum er ætlað að fylla skarð Arons Einars sem meiddist á dögunum.

Al-Arabi liðið er í 2. sæti deildarinnar í Katar eftir fimm leiki, aðeins stigi á eftir Al Duhail.

UMMÆLI