Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Birkir Blær Óðinsson heldur áfram að heilla sænsku þjóðina í Idol keppninni þar í landi. Hann komst í kvöld áfram í 10 manna úrslit keppninnar. Í kvöld söng hann lagið Yellow með Coldplay en þema kvöldsins var fæðingarár keppanda, Birkir er fæddur árið 2000.
Vamos sýndi beint frá keppninni eins og undanfarið en keppnin er ekki sýnd í sjónvarpi hér á landi.

Í kvöld var það hin nítján ára gamla Emma Petersson Håård sem féll úr keppninni. Hún flutti lagið Living In America með The Sounds.

UMMÆLI

Sambíó