Birkir Blær með magnaða ábreiðu af laginu Feeling GoodSkjáskot úr myndbandinu.

Birkir Blær með magnaða ábreiðu af laginu Feeling Good

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson hefur verið töluvert áberandi í tónlistarsenunni á Akureyri undanfarin ár. Birkir Blær hefur haldið og spilað á tónleikum víða þar sem hann tekur þekkt lög í frumlegum ábreiðum sem og býr til og gefur út sitt eigið efni.

Á dögunum deildi hann á facebook síðu sína sinni ábreiðu af laginu Feeling Good með Ninu Simone. Myndbandið er í svarthvítu þar sem Birkir er í stúdíóinu sínu, einn með gítarnum og útkoman er hreint út sagt mögnuð.

UMMÆLI

Sambíó