Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson sigraði sænska Idolið nú rétt í þessu. Birkir sigraði sænsku söngkonuna Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi.

Birkir söng þrjú lög í kvöld, það fyrsta All I Ask eft­ir Adele. Í ann­arri lotu tók Birk­ir lagið It’s A Man’s World með James Brown. Þriðja og síðasta lagið var Weightless sem samið var sérstaklega fyrir úrslitakvöldið í kvöld en bæði Birkir og Jacqueline sungu það í kvöld.

Báðir kepp­end­ur hlutu mikið lof frá bæði áhorf­end­um og dómur­um en Birk­ir hafði bet­ur að lok­um.

Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient.

Sambíó

UMMÆLI