Vinna og vélar

Birkir Blær sigurvegari í söngkeppni MA

Sigurvegari söngkeppninnar var Birkir Blær, nemandi í 2. bekk. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson.

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fór fram í Hofi sl. fimmtudag þar sem 19 atriði kepptu um fyrsta sætið. Í fyrsta sæti valdi dómnefndin Birki Blæ Óðinsson, sem flutti Ninu Simone lagið I put a spell on you. í eigin magnaðri útfærslu. Í öðru sæti varð Margrét Hildur Egilsdóttir sem söng af mikilli list lagið Lately eftir Stevie Wonder. Í þriðja sætinu varð svo sönghópurinn Sauma, kórfélagar úr MA, sem sungu fallega útsetningu á Imagine Johns Lennon.

Kynnar á keppninni voru Hjörvar Blær Guðmundsson og Jón Heiðar Sigurðsson og dómnefndin var skipuð þeim Hrafnkeli Erni Guðjónssyni, Sölku Sól Eyfeld og Unnsteini Manuel Stefánssyni. Þau létu fögur orð falla um keppendurna og hljómsveitina og röðuðu í þrjú efstu sætin. Gestir í sal völdu svo „vinsælasta atriðið“ en það var Eyrún Lilja Aradóttir sem söng lokalagið Simply the best með Tinu Turner.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó