Bjarkey færð í fyrsta sætið í Norðaustur kjördæmi

Bjarkey færð í fyrsta sætið í Norðaustur kjördæmi

Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali Vinsti Grænna í Norðaustur kjördæmi, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Hann hefur því ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga í haust.

Stjórn kjördæmisráðs hefur því gert eftirfarandi tillögu að breytingu á röðun þriggja efstu sæta á lista VG í Norðausturkjördæmi. Breytingartillagan verður lögð fyrir fund í kjördæmisráði eftir helgi.

  1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  2. Jódís Skúladóttir
  3. Óli Halldórsson

Í Facebook færslu segir Óli að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir. „Í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer maður ekki til smárra verka eða af hálfum hug. Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli.

Hann biður að lokum fólk um að virða að fjölskyldan mun ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.

UMMÆLI

Sambíó