beint flug til Færeyja

Bjarki Þór Viðarsson semur við Þórsara

mynd: Óðinn Svan

Bjarki Þór Viðarsson gekk til liðs við Þór í dag og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Bjarki Þór er 20 ára gamall, uppalinn í KA hann á að baki 41 leik með KA í fyrstu og efstu deild auk bikars. Þar af 10 leiki í Pepsi deildinni nú í sumar.

Bjarki á einnig 13 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari Þórs kveðst vera mjög ánægður að fá Bjarka til liðs við Þór. „Hann uppfyllir þær kröfur sem við gerum, hann er ungur og efnilegur og umfram allt metnaðarfullur. Við hlökkum til að vinna með Bjarka“ sagði Lárus Orri í stuttu spjalli við heimasíðuna Þórs, thorsport.is.

VG

UMMÆLI

Sambíó