Bjó til Akureyrarkirkju úr túrtöppum

Akureyrarkirkja úr túrtöppum

Akureyrarkirkja úr túrtöppum

Listakonan Jónborg Sigurðardóttir, eða Jonna, færði Akureyrarkirkju listaverk í dag. Listaverkið er mynd af kirkjunni en verkið er úr máluðum túrtöppum.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju sagði frá þessari flottu gjöf á Facebook síðu sinni núna í dag og var Hildur að vonum afar ánægð með þessa fallegu gjöf.

„Við erum afar þakklát fyrir þessa glæsilegu gjöf sem hefur fengið heiðursstað í safnaðarheimilinu. Samkvæmt boðum Jesú mótmælir kirkjan skammarmiðaðri umræðu um kvenlíkamann. Jesús dáðist að trú og hugrekki konunnar í Matteusarguðspjalli sem hafði haft blóðlát í 12 ár, hún snerti hann, hann snerti hana. Kvenlíkaminn er hvorki iðnaðar nè söluvara.“ skrifar Hildur

Sambíó

UMMÆLI