Björg Erlingsdóttir nýr sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps

Björg Erlingsdóttir. Mynd: Grindavík.is

Björg Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, þetta kemur fram í frétt RÚV. Björg starfaði sem sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ frá 2016.

Björg vonast til að geta hafið störf 1. nóvember eða um leið og starfslokasamningi hennar lýkur hjá Grindavíkurbæ.

Björg er uppalin á Akureyri, er með BA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf ásamt sérnámi í safnafræðum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Þá er hún einnig með diplómapróf, MPA frá HÍ í opinberri stjórnsýslu.

Á morgun kl: 16:00 verður sveitarstjórnar fundur í ráðhúsinu á Svalbarðseyri þar sem greint verður frá niðurstöðu ráðningarferlisins.


UMMÆLI

Sambíó