Björgunarsveitarfólk kallað út þegar par villtist í Glerárdal

Björgunarsveitin var strax kölluð út.

Um klukkan 20 í gærkvöldi var Björgunarsveitin kölluð út til að leita að pari sem villtist í Glerárdal ofan Akureyrar. Þá hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis til að ganga að skálanum Lamba en þar sem skyggni var mjög lélegt villtust þau af leið. Lambi er skáli sem stendur í Glerárdal í 720 metra hæð og stikuð gönguleið liggur frá vegi að skálanum, 10-11 km að lengd.

Parið hafði samband við lögreglu um 20 leytið og lögregla kallaði strax út björgunarsveitina sem fór að leita að fólkinu. Parið náði símasambandi kl. 23.20 við lögreglu og þá hafði það fundið skálann. Fólkinu var mjög kalt og orðið þreytt þannig að sleðahópur björgunarsveitarinnar Súlna fór í skálann og ræddi við fólkið. Þau ákváðu þó að gista í skálanum í nótt og ganga niður til byggða í dag. Mbl.is greindi frá.

UMMÆLI