Björgvin EA landaði rúmlega þúsund tonnum

Björgvin EA. Mynd: Haraldur Hjálmarsson.

Það var brjálað að gera hjá norðlenskum togurum á Eyjafjarðarsvæðinu í september og sannkölluð mokveiði. Alls lönduðu togararnir fjórir 3356 tonnum. Það voru togararnir Kaldbakur EA, Snæfell EA, Hjalteyrin EA og Björgvin EA, en sá síðasti landaði hvað mest og rauf eitt þúsund tonna múrinn með alls 1074 tonnum í 7 túrum. Þetta er mesti afli sem Björgvin EA hefur landað á einum mánuði, og gildir það bæði um gamla Björgvin og þann nýja.
Þessi afli er ansi nálægt því að ná íslandsmetinu en það er Ásbjörn RE sem á metið þegar hann landaði 1.169 tonnum í apríl 2004.

Ásgeir Pálsson, skipstjóri Björgvins EA, sagði í samtali við Aflafréttir að þeir hefðu tekið einn túr á halann út frá Vestfjörðum en voru þó aðalega að veiðum á hrauninu norðan við Kolbeinsey og Ostahrygg. Að sögn Ásgeirs þá var mjög góð sala á fiski núna í september og því mátti beita Björgvin EA svona rosalega eins og var gert.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó