Bókunarkerfið fyrir skimun á Akureyri hrundi vegna ásóknar

Bókunarkerfið fyrir skimun á Akureyri hrundi vegna ásóknar

Skimanir á Akureyri í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu hófust í gær en bókunarkerfið á Akureyri hrundi eftir að skimunin var auglýst. Alls hafa um 2500 manns bókað sig í sýnatöku á Læknastofum Akureyrar vegna Covid-19 veirunnar. Ingibjörg Isaksen, framkvæmdarstjóri Læknastofa Akureyrar, segir verkefnið fara vel af stað í samtali við Rúv.

 „Það eru gríðarlegar viðtökur, á föstudaginn síðasta, þegar þetta komst í fréttir að þá gaf allt sig. Tölvukerfið gaf sig, símkerfið gaf sig og síminn bara stoppar ekki í dag. Við ætluðum að byrja með þessa viku núna, þrjá daga en bættum strax við fjórum dögum í næstu viku og það eru 2.500 manns,“ segir Ingibjörg.

Upphaflega stóð til að hafa sýnatökuna á bílaplani Glerártorgs, en hún var færð inn vegna veðurs. Þá hefur borið á því að fólk sem ekki á bókaðan tíma mæti og freisti þess að komast í sýnatöku. Það er ekki í boði og hvetur Ingibjörg fólk til að fylgjast með á síðunni bokun.rannsokn.is.

Rúv greinir frá.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó