Færeyjar 2024

Bólusetningum á Akureyri að ljúka í bili

Bólusetningum á Akureyri að ljúka í bili

Þann 13. júlí eða í viku 28 fá HSN bóluefni sem notað verður til að klára allar seinni bólusetningar. Í þessari viku klárast bólusetningar að jafnaði fyrir utan nokkrar seinni bólusetningar.

Astra Zeneca og Pfizer bóluefni verður eingöngu notað fyrir seinni bólusetningar, ekki er hægt að hefja bólusetningar með þessum bóluefnum að svo stöddu. Jansen bóluefni verður notað samkvæmt auglýstri opnun.

„Við stefnum á að klára bólusetningar að mestu í þessari viku og mikilvægt að allir sem hafa fengið boð mæti í sína seinni bólusetningu.  Það eru þó örfáir sem verða boðaðir í seinni bólusetningu í næstu viku og svo á Húsavík verða reyndar seinni bólusetningar í þar næstu viku. En að jafnaði þá erum við að mestu komin í frí á okkar starfstöðvum eftir þessa viku fram í miðjan ágúst. Þá verður fyrirkomulag bólusetninga með breyttu sniði og verður það auglýst þegar nær dregur,“ segir Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSN í svari við fyrirspurn Kaffið.is.

Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst og verða þá með breyttu sniði. Fyrirkomulag og dagsetningar verða auglýstar síðar.

Sjá einnig: Bólusetningar 12 til 15 ára hjá HSN

Upplýsingar af HSN.is:

Bólusetningar á Akureyri fara fram á Slökkvistöð Akureyrar

Þriðjudaginn 13. júlí verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 23. júni og fyrr. Þetta eru einungis seinni bólusetningar. Bólusett verður frá kl: 12-15. ATH að þeir sem eru á ferðalagi mega koma um kl: 14:45 og athuga hvort er laust í seinni skammt.

Einnig verðum við með seinni Astra Zeneca bólusetningu fyrir þá sem fengu fyrri bólusetningu 27. maí og fyrr og hafa ekki komist í fyrri boðanir. Þetta er allra síðasti dagurinn sem við verðum með Astra Zeneca. Fólk á ferðalagi má koma kl 15:50 og athuga hvort eitthvað aukaefni er til. Það verður þó ekki um marga skammta að ræða. Bólusett verður með Astra Zeneca milli kl 15:20 og 15:50.

Janssen bóluefni er hægt að fá þriðjudaginn 13. júlí milli kl 12-16 á Slökkvistöðinni. ATH það er einungis fyrir 18 ára og eldri og er þetta bara einn skammtur. Þetta er síðasta skipti sem boðið verður upp á Janssen fyrir sumarfrí.

Vaccination against Covid-19 with Janssen vaccine is available for those who are 18 years and older on Thursday 13. of July from 12 PM-16 PM at Slökkvistöð Akureyrar in Akureyri.

Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi eiga allir að hafa fengið boð í fyrri bólusetningu og boð í seinni bólusetningar eru send út eftir því sem við á. Vinsamlegast hafið samband við ykkar heilsugæslu til að fá nánari upplýsingar.

UMMÆLI

Sambíó