Bónus í Langholti opnað aftur í dag


Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Bónus við Langholt á Akureyri, en búðinni var lokað þann 10. febrúar sl. vegna framkvæmda. Búðin var m.a. stækkuð um 270 m² þar sem bætt var við vestur enda hússins, þar sem áður var meðal annars Kristjánsbakarí, en plássið hefur staðið autt undanfarið.

Á sama tíma var skipulagi hennar breytt umtalsvert. T.a.m. eru afgreiðslukassarnir núna í nýja hlutanum í vestur enda hússins, allri lýsingu var skipt út í umhverfisvænni LED lýsingu og einnig voru gólf og innréttingar endurnýjað.

Nýja verslunin við Langholt leggur mikið upp úr að vera umhverfisvæn og er mikið lagt í vistvænari kosti, t.a.m. stendur viðskiptavinum til boða að skilja umbúðir eftir og láta starfsmenn um að flokka þær.
Akureyringar og nærsveitungar geta nú glaðst yfir því að aftur séu komnar tvær Bónusbúðir í gagnið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó