Bónus og verslanir Samkaupa afnema grímuskyldu

Bónus og verslanir Samkaupa afnema grímuskyldu

Bónus og verslanir Samkaupa hafa frá og með deginum í dag afnumið grímuskyldu. Verslanirnar hvetja þó alla til að bera grímur áfram þótt það sé ekki skylda.

Í samtali við fréttastofu Vísis segist Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings. „Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.

Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

UMMÆLI

Sambíó