beint flug til Færeyja

Borun í Vaðlaheiðargöngum gengur vel – 83% lokið

borun
Eins og allir ættu að vita eru framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðargangna í fullum gangi þessa dagana en framvinda síðustu viku voru heilir 63,5 metrar.

Heildarlengd gangnanna er nú 4.504 metrar, Eyjafjarðarmegin og 1.474,5 metrar, austan megin. Alls gera þetta 5.978,5 metra sem er 83% af heildarlengd gangnanna. Það er því farið að sjá fyrir endann á þessu stóra verkefni en aðeins á eftir að bora 1227 metra.

Aðeins er unnið að borun Eyjafjarðarmegin þessa dagana en mikið vatn í lofti veldur erfiðleikum að austanverðu. Verktakar búast hins vegar við því að hægt verði að hefja borun að austan í næsta mánuði.

Áætlað er að göngin verði komin í notkun í desember á næsta ári en upphaflega var áætlað að göngin yrðu opnuð í desember á þessu ári.

UMMÆLI