Breik- og nútímadans í Hofi

runes
Danski danshópurinn Next Zone  verður með sýningu í Hofi miðvikudaginn 12. október. Þá mun hópurinn sýna verk sem kallast 7 Rúnir. 7 Rúnir er danssýning sem er hrá, ljóðræn og kraftmikil enda innblásin af norskri goðafræði, víkingum og kvikmyndinni Hunger Games. Áhorfendur eiga því von á góðu og sjá meðal annars breik- og nútímadans ásamt samtímasirkus.

Danshópurinn var stofnaður 1997 og hefur á þessu ári ferðast víða um heiminn með sýninguna. Markmið hópsins er að skapa listræna vinnu á sviði, í kvikmyndum og á listasýningum.

Norðurorka og Menningarfélag Akureyrar bjóða nemendum í 8. bekk í grunnskólum á Akureyri og nærsveitum á sérstaka skólasýningu þriðjudaginn 11. október en almenningi gefst tækifæri til að sjá sýninguna á miðvikudagskvöldinu 12. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó