Gæludýr.is

Breytingar í bæjarstjórn fram undan

Breytingar í bæjarstjórn fram undan

Bæjarstjórn Akureyrar virðist ætla að taka töluverðum breytingum á næsta kjörtímabili. Nú þegar lítur út fyrir að fimm af ellefu bæjarfulltrúum muni segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir um ár, eða vorið 2022. 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar og formaður bæjarráðs, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér næsta kjörtímabil. Hann er nú á sínu þriðja kjörtímabili. 

Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri græna mun heldur ekki gefa kost á sér næsta kjörtímabil. Sóley er á sínu öðru kjörtímabili. 

Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur gefið út að hann ætlar ekki að halda áfram í sveitarstjórnarmálum. Gunnar hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar frá 2014. 

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar í haust og stefnir á þingsæti. 

Ingibjörg Ólöf Isaksen er í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar og því ljóst að líkur eru á þingsæti hjá henni.

UMMÆLI