Bryndís Rún með þrjú Íslandsmet á fjórum dögum

Bryndís Rún Hansen

Bryndís Rún Hansen

Sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur staðið í ströngu undanfarna daga þar sem hún keppir á HM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Kanada.

Á miðvikudag var hún hluti af kvennasveit Íslands sem stórbætti 12 ára gamalt Íslandsmet í 4×50 metra fjórsundi. Daginn eftir bætti hún eigið Íslandsmet í 50 metra flugsundi. Bryndís var þó hvergi nærri hætt því í dag setti þessi magnaða íþróttakona nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi.

Bryndís synti á 59,95 sekúndum í dag. Gamla metið hennar, sem var orðið fimm ára gamalt, var 1:00,25. Bryndís endaði í 27. sæti í greininni og komst ekki í millirðla.

Sjá einnig

Bryndís Rún Hansen bætti eigið Íslandsmet

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó