Brynjar Ingi valinn í landsliðiðmynd: KA.is

Brynjar Ingi valinn í landsliðið

Brynjar Ingi Bjarnason hafsent KA manna hefur verið valinn í A landsliðið. Landsliðið leikur við Mexíkó, Færeyjar og Pólland nú í lok maí og byrjun júní í vináttulandsleikjum. Brynjar er 21 árs gamall og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær tækifæri með A landsliðinu.
Brynjar hefur verið að standa sig gríðarlega vel í miðri vörn KA manna það sem af er sumri og þykir einn af betri miðvörðum deildarinnar hingað til.

11 aðrir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni en alls er hópurinn 34 manna og má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn
Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
Brynjar Ingi Bjarnason | KA
Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Kári Árnason | Víkingur R. | 89 leikir, 6 mörk
Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir
Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir
Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark
Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken

Miðjumenn
Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason | FH
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 40 leikir, 5 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR 1907 Cluj | 32 leikir, 2 mörk

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk
Viðar Örn Kjartansson | Vålerenga | 28 leikir, 4 mörk

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó