Búið að grafa tæplega 90% Vaðlaheiðargangna

Vinna við gerð Vaðlaheiðargangna fer senn að enda

Vinna við gerð Vaðlaheiðargangna fer senn að enda.

Vinna við Vaðlaheiðargöng miðar ágætlega þessa stundina en síðustu viku lengdust göngin um alls 16,5 metra. Eyjafjarðarmegin voru grafnir 27,5 metrar í vikunni sem leið og Fnjóskadalsmegin voru metrarnir 9 en þar var unnið að mestu í gerð snúningsútskots.

Lengd gangnana er því orðin 6.439 metrar sem er 89,4% af heildarlengd og farið að sjá fyrir endann á framkvæmdum. Áætlað er að göngin verði tekin í notkun í desember á næsta ári en upphaflega var áætlað að göngin yrðu opnuð í desember á þessu ári.

Þetta er allt að koma

Þetta er allt að koma.

 

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI