Coca Cola bikarinn: Akureyri og KA fá heimaleiki

Stefán mætir sínum gömlu lærisveinum

Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola bikar karla í hádeginu í dag og fá Akureyri og KA bæði heimaleiki gegn liðum úr Olís deildinni.

Akureyri mætir Gróttu en Gróttu liðinu hefur alls ekki gengið vel á tímabilinu og situr á botni Olís deilar karla með aðeins 1 sigur úr 9 leikjum.

KA mætir þá Selfossi en á leið sinni í 16 liða úrslitin slógu KA menn einmitt út hitt liðið frá Selfossi, Míluna. Stefán Árnason, þjálfari KA, mun þar mæta sínum gömlu lærisveinum en hann þjálfaði Selfoss frá árinu 2015 til loka síðasta tímabils.

Leikirnir munu fara fram dagana 13. og 14. desember.


UMMÆLI

Sambíó