Múlaberg

Dæmdur fyrir vörslu á rúmlega 300 grömmum af fíkniefnum

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: akureyri.net

Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa haft í vörslu sinni töluvert magn fíkniefna. Mánudaginn 18. september 2017 fannst í vörslu hans, í geymslu í sameign fjölbýlishúss, 73,61 gramm af amfetamíni, 221,47 grömm af maríjúana og 36,15 grömm af kannabisstönglum. Laugardaginn 23. september fannst svo enn meira magn fíkniefna á ákærða þegar verið var að færa hann í fangaklefa á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi en fullnustu refsingar er frestað og fellur niður að liðnum tveimur árum svo lengi sem maðurinn brýtur ekki almennt skilorð.

UMMÆLI

Sambíó