Daníel Hafsteinsson framlengir samning sinn við KASrdjan Tufegdzic þjálfari KA og Daníel Hafsteinsson. Mynd: KA.is

Daníel Hafsteinsson framlengir samning sinn við KA

Daníel Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA, hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagði í gær. Daníel sem er fæddur árið 1999 er landsliðsmaður í U-19 ára liði Íslands og hefur leikið 8 leiki í yngri landsliðum Íslands.

Daníel hefur leikið stórt hlutverk á miðjunni í liði KA í sumar og leikið 16 af 17 leikjum KA í deild og bikar og gert í þeim 2 mörk. Í fyrra kom hann við sögu í 9 leikjum með KA.

UMMÆLI

Sambíó