Danskur varnarmaður til liðs við KA

Danskur varnarmaður til liðs við KA

KA menn hafa fengið danska varnarmanninn Mikkel Mena Qvist á láni frá danska úrvalsdeildar liðinu Horsens. Lánssamningurinn gildir til loka ágúst á þessu ári.
Mikkel sem er 26 ára og 203 cm að hæð. Mikkel fæddist í Bogota í Kólumbíu en hefur danskt ríkisfang. Samtals hefur Mikkel leikið 68 leiki í dönsku úrvalsdeildinni en hefur ekki verið mikið inn í myndinni á þessu tímabili og aðeins komið við sögu í 5 leikjum, síðast í nóvember.

KA hefur leik í Pepsi Max deildinni þann 23. apríl þegar liðið heimsækir ÍA á Akranes.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó