Darko yfirgefur KA

Bulatovic í leik með KA

Vinsti bakvörðurinn Darko Bulatovic er farinn frá KA. Darko er genginn til liðs við FK Vozdovac sem er í 6. sæti úrvalsdeildar í Serbíu.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir KA menn þar sem að Bulatovic lék mjög vel í KA liðinu sem endaði í 7.sæti Pepsi-deildarinnar síðasta sumar.

Darko er því 6. leikmaðurinn sem yfirgefur KA frá síðasta sumri. Liðið hefur þá bætt við sig þeim Hallgrími Jónassyni, Sæþóri Olgeirssyni og Cristian Martinez.

Komnir:
Cristian Martinez frá Víkingi Ó.
Hallgrímur Jónasson frá Lyngby
Sæþór Olgeirsson frá Völsungi

Farnir:
Almarr Ormarsson í Fjölni
Bjarki Þór Viðarsson í Þór
Davíð Rúnar Bjarnason í Magna
Emil Lyng til Dundee
Srdjan Rajkovic hættur
Darko Bulatovic til Vozdovac

 

UMMÆLI