Davíð Máni gefur út nýtt lag – plata væntanleg

Davíð Máni gefur út nýtt lag – plata væntanleg

Davíð Máni hefur sent frá sér annan stökul af uppkomandi plötu sinni, The Mancave Tapes, sem væntanleg er á allar streymisveitur þann 11 júlí næstkomandi. Ásamt því verður blásið til útgáfutónleika í Ungmennahúsinu Rósenborg, engin aðgangseyri er á tónleikana. 

Lagið But Hey er nýjasta lagið frá Davíð og fjallar textinn um samferða fólk í lífinu sem maður á í raun á enga samleið með, og þar með þarf maður að losa sig við það fólk, eða, það er besta útskýringin, þar sem hann man sjálfur ekki hvað textinn var saminn um. Þetta lag, ásamt því fyrra, Pool Of Sorrow var samið á ungum aldri nefnilega. Davíð sá sjálfur um allan söng og allt undirspil á þessu lagi. Alla gítara, trommur, og bassa. 

Við má búast tveimur stökulum í viðbót. Lögin Misunderstood, og A Lock To A Better Life eru væntanleg annarsvegar 27 Júní og 4 Júlí á allar streymisveitur. 

But Hey á Spotify: https://open.spotify.com/album/1ast7O2FeHFqpHiwuyCqJk?si=kcxDAwuIRqSrlE1AIVHDhg

Lagið með texta á YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=G-k_xBK_2ck

Hér er hægt að forvista Misunderstood (eða forpanta á einhverjum veitum): https://distrokid.com/hyperfollow/davmni/misunderstood

Hér er hægt að gera slíkt hið sama með lagið A Lock To A Better Life: https://distrokid.com/hyperfollow/davmni/a-lock-to-a-better-life

Og plötuna sjálfa: https://distrokid.com/hyperfollow/davmni/the-mancave-tapes

COMMENTS