Dömutískan í vetur

Snjólaug Vala Bjarnadóttir.

Nú þegar haustið er gengið í garð og styttist óðfluga í veturinn og þá breytist tískan með. Tískuunnendur bíða jafnan spenntir eftir þessum tíma árs því tískan sem fylgir þessum árstíma er yfirleitt áhugaverð og skemmtileg.

Snjólaug Vala er 22 ára akureyringur, búsett í Reykjavík, og hefur mikinn áhuga og unað af tísku. Snjólaug vinnur sem stílisti í Reykjavík og er með mörg spennandi og öðruvísi verkefni tengd tísku í bígerð. Við fengum Snjólaugu til að segja okkur hvað hún telur að verða heitt í dömutískunni í haust og vetur.

werknmountain

 

Útivistar- og vinnufatnaður
Þetta trend hefur verið gríðarlega sterkt síðustu season. Gæðalegur útivistarfatnaður og slitsterk vinnu/iðnaðar föt geta bæði verið flott fyrir afslappað hversdagsdress eða í bland við fínni flíkur. Belti í þessum stíl, eins og á myndinni hér að ofan, eru nú sjáanleg hjá ótal tískuhúsum og fatamerkjum. Dragið fram gömlu gönguskóna af mömmu og heimsreisu bakpokann til að skítlúkka.

vinyl

 

vinyl by snjolaugvala featuring ASOS

Vinyl
Allt í vinyl/lakk/patent/latex takk – sjúklega sexy trend. Það er mjög töff að brjóta upp á svart heildarlúkk með mismunandi efnum og áferðum eins og vinyl efni. Það er skemmtilegt líka að klæðast sterkum litum í vinyl, það er meira statement. Það besta við þetta trend er að sjálfsögðu leður-skrjáfið sem heyrist þegar núningur myndast.

jewlz

 

Áberandi glingur
Ég hef ótrúlega gaman af allskonar skemmtilegu skarti. Hvort sem það eru fallegar gull keðjur, litríkir stórir eyrnalokkar, blindandi bling skart eða stórir vintage demantar. Mjög gaman að klæða upp afslappað dress með áberandi glingri.

puffer

 

Puffer/Dúnúlpur
Mjög áberandi trend um þessar mundir og afar hentugt fyrir okkur sem búum í kuldanum. Risa dúnúlpur í öllum litum, því stærri því betri.

satin

 

Satín sett
‘’Sett’’ af öllum toga hafa verið sjúklega vinsæl síðustu season og það er mikið hægt að leika sér með þetta trend. Allskyns mynstur, snið og litir í boði. Mér finnst það hafa verið extra áberandi undanfarið að sjá sett af þessu tagi í satín eða silkiefni. Sjúklega fágað og fallegt.

decon

 

Deconstructed / Óhefðbundin abstrakt snið
Mörg tískuhús sem og minni merki hafa verið að vinna með óhefðbundna einskonar endur-uppbyggingu á klassískum flíkum. Basic skyrtur í allskonar nýjum útfærslum. Gallabuxur og jakkar í ó-symetrískum sniðum og með óhefðbundum vösum. Trend sem er innblásið úr arkitektúr og abstrakt list. Asos White línan er með mjög fallegt úrval í þessum stíl.

organic

 

Sjálfbærni og meðvitund í neyslu
Það er ekkert meira kúl eða trendy en að vera meðvitaður og ábyrgur neitandi. Mörg stór fyrirtæki í tískubransanum eru að átta sig á umhverfisáhrifunum sem fylgja tísku, retail og framleiðslubransanum. Fyrirtækjum sem axla ábyrgð og gera ráðstafanir og breytingar í framleiðslu og markaðsháttum sem stuðla að meiri sjálfbærni fer fjölgandi og þeim fyrirtækjum ber að hrósa. Sem dæmi má nefna merki eins og Patagonia, Raquel Allegra og Stella McCartney. Við sem neytendur getum líka haft áhrif með því að nýta betur það sem við eyðum peningnum okkar í, lengja líftíma varningsins og velja umhverfisvænni kosti. Ekki henda neinu; gefum, deilum og endurnýtum. Það er til dæmis hægt að fara með öll föt og allan textíl í gáma í verslunum H&M sem er síðan endurnýttur. Hvort sem það er götóttur sokkur eða galakjóll. Það er kúl að vera umhverfisvænn.

UMMÆLI

Sambíó