Donni að taka við Þór/KA

Halldór Sigurðsson verður áfram í Þorpinu

Halldór Sigurðsson verður áfram í Þorpinu

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, verður næsti þjálfari Pepsi-deildarliðs Þór/KA. Frá þessu greindi Morgunblaðið í dag. Samkvæmt heimildum Kaffið.is verður Donni kynntur til leiks sem nýr þjálfari kvennaliðsins á morgun.

Þetta þykja eflaust einhverjum frekar furðulegar fregnir enda yfirgaf Donni karlalið Þórs á dögunum af persónulegum ástæðum og við starfi hans tóku bræðurnir Lárus Orri og Kristján Örn Sigurðssynir.

Donni tekur við kvennaliðinu af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem ákvað að stíga frá borði eftir fimm ár í brúnni en liðið hefur verið í fremstu röð á landsvísu undanfarin níu ár.

Kaffið.is verður með viðtal við Donna á morgun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó