Prenthaus

Drengjaflokkur Þórs bikarmeistarar

Þórsarar taka við titlinum. Mynd Karfan.is

Drengjaflokkur Þórs í körfubolta varð í dag bikarmeistari en liðið lagði Stjörnuna í úrslitum 83-105 í leik sem fram fór í Laugardalshöllinni.

Leikurinn var jafn til að byrja með og aðeins 5 stig skildu liðin að eftir fyrsta leikhluta 12-17.  Segja má að Þórsliðið hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta með því að skora 34 stig gegn 16 Stjörnunnar og höfðu 23 stiga forskot í hálfleik 28-34.

Í raun voru úrslit leiksins ráðin og um tíma í síðari hálfleik hafði Þór 35 stiga forskot. En undir lok leiks slökuðu Þórsarar á og Stjarnan nýtti sér það og tókst að koma muninum niður í 22 stig. Lokatölur Stjarnan 83 Þór 105.

Hjá Þór var Hilmar Smári Henningsson alveg óstöðvandi og skoraði 33 stig auk þess tók hann 4 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Júlíus Orri setti niður 23 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Baldur Örn var með 15 stig 11 fráköst og 5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 9 stig og 10 fráköst, þá voru þeir Gunnar Auðunn og Kolbeinn Fannar með 8 stig hvor Kolbeinn var einnig með 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Einar Húmi var með 5 stig og Smári Jónsson 2.

Maður leiksins, Hilmar Smári. Mynd Karfan.is

Hjá Stjörnunni var Ásgeir Christiansen stigahæstur með 20 stig, Friðrik Anton Jónsson 19 stig, Dúi Þór Jónsson 18 og Ingimundur Orri 11. Þá var Árni Gunnar Kristjánsson með 11 fráköst.

Viðtal við Hilmar Smára við Karfan.is má sjá hér að neðan.

Fleiri myndir úr leiknum má finna á Facebook síðu Karfan.is hér.

UMMÆLI

Sambíó