Einstaklingar sem nota vímuefni í æð fjölgar á Akureyri

Á Akureyri er vitað um allt að 20 til 30 manns sem sprauta sig í æð. Þeim fjölgar ört og hópurinn er að yngjast, en í lokaverkefni tveggja háskólanemenda við Háskólann á Akureyri var komist að þeirri niðurstöðu að þörf væri á skaðaminnkun á Akureyri.

Í samstarfi við Rauða krossinn hófu nemendurnir skaðaminnkunarverlefnið Ungfrú Ragnheiður, sem sækir ímynd sína til Frú Ragnheiðar í Reykjavík. En í því felst að bíll keyrir um og sinnir grunnheilbrigðisþjónustu og dreyfir ókeypis búnaði til fólks sem sprautar sig til að draga úr sýkingum og smitsjúkdómum.

Verkefnið minna en í Reykjavík

„Við erum ekki á sérútbúnum bíl, þannig að það verða öðruvísi áskoranir hvað það varðar, svo bara sjáum við hvort verkefnið muni þróast eitthvað frekar í að við þurfum að veita meiri sárameðferðir eða eitthvað öðruvísi.” Segir Berglind Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur, en verkefnið er töluvert minna hér en í Reykjavík.

Vaktir Ungfrú Ragnheiðar eru milli klukkan átta og tíu á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Hægt er að hafa samband í gegn um Facebook síðuna eða hringja í símanúmer og fólk mælir sér mót við sjálfboðaliða Rauða krossins. Talið er að um 700 manns á Íslandi sprauti sig með vímuefnum og að meðaltali deyja 12 til 13 af völdum þess á hverju ári.

Sambíó

UMMÆLI