Ekkert ferðaveður í kvöld og lokanir á Norðurlandi

Mynd Kaffið.is/Jónatan

Veður fer versnandi á Norðurlandi með kvöldinu, en það spáir hvassri austan og norðaustanátt, þá verður snjókoma eða skafrenningur og lélegt skyggni.

Öxnadslaheiði, Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði hefur verið lokað.

Þá er svokölluð gul viðvörun í gangi hjá Veðurstofu Íslands á Norðurlandi eystra til kl 03:00 aðfararnótt fimmtudags.

Fólk er hvatt til að vera ekki að ferðast að óþörfu en erfið akstursskilyrði eru á mörgum svæðum sem enn eru þó opin.

UMMÆLI