Ekki horfa, hjálpaðu

Ekki horfa..... hjálpaðu

Ekki horfa….. hjálpaðu

Það er erfitt að horfa upp á börn sem hafa verið sprengd í loft upp, börn sem grafast undir rústum, börn sem drukkna á flótta og börn sem svelta til dauða. Þessar óhugnanlegu myndir vilja oft renna saman í eina heild og geta skapað vanmáttarkennd. Núna ríkir afar alvarlegt ástand í Nígeríu og löndunum í kring. Hálf milljón barna er í lífshættu vegna vannæringar. Það getur auðveldlega virkað yfirþyrmandi. En þú þarft ekki nauðsynlega að horfa á beinaber börn og bólgna maga til að veita hjálp. Þú getur treyst starfsfólki UNICEF á vettvangi til að gera allt sem það getur til að bjarga lífi barnanna. Þú getur hjálpað. Ekki horfa … hjálpaðu!

Nú er í gangi sérstakt söfnunaráták fyrir börn í neyð og birtum við hér myndband sem unnið var af UNICEF og birt á Vísi.is. Hægt er að leggja söfnuninni lið hér

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó