fbpx

Eld­ur kviknaði í Land Rover á Akureyri

Eldur

Eld­ur kviknaði í bíl i miðbæ Ak­ur­eyr­ar nú í kvöld. Bíllinn, sem er jeppi af gerðinni Land Rover, hafði verið lagt í stæði við í Strand­götu. Mbl.is greinir frá þessu nú í kvöld.

Greiðlega gekk að slökkva eld­inn með slökkvi­tæki frá einu fyr­ir­tækj­anna í ná­grenn­inu. Öku­manni og farþegum varð ekki meint af að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri. Bíllinn er þó óöku­fær.

UMMÆLI