beint flug til Færeyja

Eldur í timburhúsi við Hafnarstræti

Eldur í timburhúsi við Hafnarstræti

Hafnarstræti 37 í innbænum á Akureyri brennur, en fjölmennt lið lögreglunnar hefur lokað götunni. Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri vinnur nú að því að slökkva eldinn sem kom upp á áttunda tímanum. Að minnsta kosti tveir sjúkrabílar eru mættir á svæðið og mikill viðbúnaður á staðnum. Húsið er þriggja hæða, gamalt timburhús og er illa farið.

Slökkviliðið staðfesti við fréttastofu rúv.is að einn hafi verið í húsinu og var hann fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Fréttin verður uppfærð

Sambíó

UMMÆLI