Múlaberg

Eldur í íbúðarhúsi á Akureyri

Mynd: Kaffið.is/Jónatan

Talsverður reykur lagði frá neðri hæð íbúðarhúss við Höfðahlíð á Akureyri seinni partinn í dag er eldur kviknaði í potti.

Tveir lögreglubílar lokuðu umferð um götuna og þá komu einnig tveir sjúkrabílar á staðinn auk slökkvibíls.

Slökkviliðið fór strax inn í húsið og hóf reykræstun, enginn var heima þegar eldurinn kviknaði en slökkviliðið fékk tilkynningu um mikinn reyk frá húsinu. Engan sakaði.

 

Mynd: Kaffið.is/Jónatan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó