Eldur var slökktur í sumarbústað

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út að sumarbústað að Kolgrímastöðum í Eyjafirði í gærkvöldi. Eldur hafði kviknað út frá kamínuröri inni í vegg og myndaðist töluverður reykur. Eldurinn hafði verið inni í veggnum og þurfti að rjúfa vegginn bæði utan frá og innan úr húsinu til að komast að logunum.

Fólk var inni í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði en voru öll komin út heil á húfi þegar slökkviliði mætti á svæðið. Tjónið á bústaðnum varð töluvert en rífa þurfti panel og plötur til að komast að eldinum til að slökkva. Jónas Baldur Hallsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að sumarbústaðurinn sé úr timbri og í um 35 kílómetra fjarlægð frá Akureyri. Því hafi það tekið nokkurn tíma fyrir slökkviliðið að komast á staðinn. „Hefðum við verið örlítið seinna á ferðinni þá hefði bústaðurinn farið.“

 

UMMÆLI

Sambíó